Löngin í sykur getur verið orsök af skorti á ákveðnum næringarefnum m.a magnesíum, góðri fitu og króm. Hér koma því mínar helstu snarl sem slá á sykurlöngun. Hafa má þessi sörl við hendi, í bílnum eða í útileguna.

1. Möndlur, sólblómafræ og kakónibbur. Sett í plastpoka/box. Kakónibbur eru ríkar í magnesíum en magnesíumskortur getur leitt til löngunar í súkkulaði.

2. Avocadó, skorið í helming og skeið! Holla fitan í avocadó hjálpar að jafna blóðsykur og auka seddu.

3. Bananar skornir í bita og settir í skál með 1 msk Tahini og nokkrum kakónibbum. Tahini er eitt af mínu uppáhaldi þessa daganna en það er í raun sesamauk ríkt. Eru sesamfræ rík af magnesíum.

4. Epla sneiðar dýfðar í Tahini. Epli og hnetusmjör virka einnig vel. Epli innihalds króm sem hjálpar að jafna blóðsykur.

5. Kasjúhnetur og þurrkaðir ávextir. Kasjúhnetur eru sérlega ríkar í magnesíum og getur sætan frá þurrkuðu ávöxtunum hjálpað að temja löngun í sykur.

Fyrir frekari hollráð og uppskriftir sem slá á sykurlöngun er hægt að skrá þig í ókeypis 14 daga sykurlausa áskorun. Er áskorun hafin og fást 5 uppskriftir, innkaupalista og stuðningur ókeypis með skráningu á http://lifdutilfulls.is/14-daga-sykurlaus/

heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Eitt mikilvægasta sem þarf að huga af þegar hefja á sykurlaust líferni er hvað á að koma í staðinn. Þar eru þessir klattar ómissandi. Gefur uppskriftin 18 klatta og geymast vel í frysti eða kæli.

Botn:
1 bolli sólblómafræ
1 bolli möndlur
1/4 bolli kókoshveiti
4 msk möndlusmjör
4 msk kókosolía
5 mjúkar döðlur*
1 tsk vanilla

Súkkulaði krem
4 döðlur*
1/4 bolli kókosolía
4 msk lífrænt kakóduft
4 dropar stevia

*Það virkar líka að sleppa döðlunum og nota þá 2 msk auka af möndlusmjöri í botninum og 2 dropar aukalega af steviu í kremið. En döðlurnar gefa góða sætu.

1. Muldu 1 bolla af sólblómafræjum og hnetum í matvinnsluvél og geymið til hliðar. Bættu við kókosolíu, kókoshveitinu, sætunni, vanilludropum, 1/2 bolla möndlusmjöri saman og hrærðu þar til blandað. Helltu í eldfastmót og þrýstu deiginu niður.
2. Náðu í pott og bræddu saman 4 msk kókosolíu, kakóinu og sætunni þar til þetta er orðið þykkt. Einnig má setja brædda kókosolíu, kakó og sætuna útí blandara/matvinnsluvél.
3. Heltu þá næst súkkulaðinu yfir botninn og geymdu í ísskáp í c.a 25-30 mín eða þar til stökkt. Skerðu í kubba og njóttu.

Er Uppskrift úr ókeypis 14 daga sykurlausri áskorun. Er markmið áskorunar að borða eina sykurlausa uppskrift á dag frá Júlíu sem inniheldur fæðutegundir sem slá á sykurlöngun.

Er öllum frjáls að skrá sig hér á meðan áskorun stendur og fá strax sent 5 uppskriftir og innkaupalista sem eru fyrir viku 2 í áskorun.

Skráning í ókeypis áskorun: http://lifdutilfulls.is/14-daga-sykurlaus/

heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi

1. Þú ert með löngun í sykur allan daginn.
Þarftu alltaf að bæta við einhverju sætu út í kaffið þitt eða teið? Grípuru í súkkulaði yfir daginn til að seðja löngunina?

2. Þú átt erfitt með að neita þér um sykur.
Þegar það er eitthvað sætt á boðstólnum, velur þú kökurnar og sætindin fram yfir hollari valkostina? Áttu erfitt með að neita þér um eftirrétt?

3. Þú fyllist kvíða við þeirri tilhugsun að skera niður sykurinn.
Hefur þú áhyggjur um að sleppa sykri?

4. Þú hefur reynt að hætta borða sykur, eða minnka hann, án árangurs.
Ertu oft að reyna minnka eða hætta sykri? Byrjaru stundum vel en sækir svo aftur í sykurinn?

5. Þú upplifir skapsveiflur, ert þreytt/ur og leitar í skjóta orku

Ef þú kannaðist við eitt eða fleiri þessara einkenna hér að ofan gæti líkami þinn hagnast við að sleppa eða minnka sykurneysluna. Með því að minnka inntöku sykurs geturu vanið bragðlauka af sykri og notið frekar náttúrulegrar sætu.

Gott getur verið að byrja hægt til að fyrirbyggja fráhvarfseinkenni og uppgjöf. Geturu fengið eina sykurlausa uppskrift fyrir hvern virkan dag frá mér með ókeypis 14 daga sykurlausa áskorun með mér og yfir 12.000 fleirum á www.lifdutilfulls.is.

Er áskorun hafin og færðu strax sent uppskriftir, innkaupalista fyrir næstu viku ásamt myndbandi með mér í sykurlausa eldhúsinu og hollráð.

Að sleppa eða minnka sykur þarf ekki að óttast og í raun alveg jafn sætt án þess.

Skráning í ókeypis áskorun fæst hér: http://lifdutilfulls.is/14-daga-sykurlaus/

Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi

Fyrsta færslan

24. júní 2015

Velkominn í bloggið þitt á Blogg.is. Þetta er fyrsta færslan þín sem þú getur breytt (eða eytt). Byrjaðu að blogga!