Löngin í sykur getur verið orsök af skorti á ákveðnum næringarefnum m.a magnesíum, góðri fitu og króm. Hér koma því mínar helstu snarl sem slá á sykurlöngun. Hafa má þessi sörl við hendi, í bílnum eða í útileguna.

1. Möndlur, sólblómafræ og kakónibbur. Sett í plastpoka/box. Kakónibbur eru ríkar í magnesíum en magnesíumskortur getur leitt til löngunar í súkkulaði.

2. Avocadó, skorið í helming og skeið! Holla fitan í avocadó hjálpar að jafna blóðsykur og auka seddu.

3. Bananar skornir í bita og settir í skál með 1 msk Tahini og nokkrum kakónibbum. Tahini er eitt af mínu uppáhaldi þessa daganna en það er í raun sesamauk ríkt. Eru sesamfræ rík af magnesíum.

4. Epla sneiðar dýfðar í Tahini. Epli og hnetusmjör virka einnig vel. Epli innihalds króm sem hjálpar að jafna blóðsykur.

5. Kasjúhnetur og þurrkaðir ávextir. Kasjúhnetur eru sérlega ríkar í magnesíum og getur sætan frá þurrkuðu ávöxtunum hjálpað að temja löngun í sykur.

Fyrir frekari hollráð og uppskriftir sem slá á sykurlöngun er hægt að skrá þig í ókeypis 14 daga sykurlausa áskorun. Er áskorun hafin og fást 5 uppskriftir, innkaupalista og stuðningur ókeypis með skráningu á http://lifdutilfulls.is/14-daga-sykurlaus/

heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfiLokað er fyrir ummæli.