Eitt mikilvægasta sem þarf að huga af þegar hefja á sykurlaust líferni er hvað á að koma í staðinn. Þar eru þessir klattar ómissandi. Gefur uppskriftin 18 klatta og geymast vel í frysti eða kæli.

Botn:
1 bolli sólblómafræ
1 bolli möndlur
1/4 bolli kókoshveiti
4 msk möndlusmjör
4 msk kókosolía
5 mjúkar döðlur*
1 tsk vanilla

Súkkulaði krem
4 döðlur*
1/4 bolli kókosolía
4 msk lífrænt kakóduft
4 dropar stevia

*Það virkar líka að sleppa döðlunum og nota þá 2 msk auka af möndlusmjöri í botninum og 2 dropar aukalega af steviu í kremið. En döðlurnar gefa góða sætu.

1. Muldu 1 bolla af sólblómafræjum og hnetum í matvinnsluvél og geymið til hliðar. Bættu við kókosolíu, kókoshveitinu, sætunni, vanilludropum, 1/2 bolla möndlusmjöri saman og hrærðu þar til blandað. Helltu í eldfastmót og þrýstu deiginu niður.
2. Náðu í pott og bræddu saman 4 msk kókosolíu, kakóinu og sætunni þar til þetta er orðið þykkt. Einnig má setja brædda kókosolíu, kakó og sætuna útí blandara/matvinnsluvél.
3. Heltu þá næst súkkulaðinu yfir botninn og geymdu í ísskáp í c.a 25-30 mín eða þar til stökkt. Skerðu í kubba og njóttu.

Er Uppskrift úr ókeypis 14 daga sykurlausri áskorun. Er markmið áskorunar að borða eina sykurlausa uppskrift á dag frá Júlíu sem inniheldur fæðutegundir sem slá á sykurlöngun.

Er öllum frjáls að skrá sig hér á meðan áskorun stendur og fá strax sent 5 uppskriftir og innkaupalista sem eru fyrir viku 2 í áskorun.

Skráning í ókeypis áskorun: http://lifdutilfulls.is/14-daga-sykurlaus/

heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfiLokað er fyrir ummæli.